Sælir elskulegir Mágusingar.
Senn líður að fyrstu vísindaferð vetrarins og hlakkar okkur gríðarlega til 😀 Til þess að allt gangi nú smurt fyrir sig í öllum vísó skólaársins langar okkur að setja fram nokkra punkta sem við biðjum ykkur að skoða vel og fylgja:
1) Skráning í vísó mun fara fram á miðvikudögum klukkan 12:00 (Marel er undantekning).
2) Fyrstur kemur, fyrstur fær.
3) Þeir sem skrá sig of seint fara á biðlista.
4) Hafir þú skráð þig, en sérð þér ekki fært að mæta er NAUÐSYNLEGT að afskrá sig fyrir klukkan 12:00 á föstudeginum.
5) Á föstudögum birtist listi með þeim nöfnum sem hafa komist að í vísó. Við munum reyna eftir bestu getu að senda skilaboð á þá sem hafa verið á biðlista en komast svo að.
6) Stjórnarmeðlimir verða með listann við hurð í ferðunum og aðeins þeir sem eru skráðir komast inn.
7) Skráir þú þig í vísó, afskráir þig ekki og mætir svo ekki, áskilum við okkur þann rétt að hleypa þér ekki að í næstu vísó.
CHEERS TO THE FREAKIN’ WEEKEND
Rebbi