Tillögur að lagabreytingum

Eftirfarandi tillögur að lagabreytingum hafa borist fyrir aðalfund Mágusar sem haldinn er þann 30. mars næstkomandi. Kosið verður á fundinum.

 

1.gr. Nafn félagsins er Mágus, félag viðskiptafræðinema. Aðsetur félagsins er í kjallara Odda við Sturlugötu.

38.gr. Verndari og tákn félagsins er refur. Ber hann nafnið Mágus. Skal Mágus vera viðstaddur allar meiriháttar samkomur félagsins, nema ástæða þyki gefa til að hann verði skemmdur að einhverju leyti.

 

1.gr. Nafn félagsins er Mágus, félag viðskiptafræðinema og er aðsetur félagsins er í kjallara Odda við Sturlugötu. Verndari og tákn félagsins er refur og ber hann nafnið félagsins. Refurinn Mágus skal vera viðstaddur allar meiriháttar samkomur félagsins, nema ástæða þyki gefa til að hann verði skemmdur að einhverju leyti.

—————————————–

3.gr. Félagar eru allir þeir sem innritaðir eru í Viðskiptafræði á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og greitt hafa félagsgjöld hverju sinni. Félagsgjöld og upphæð þeirra skulu ákveðin af stjórn Mágusar. Stjórn félagsins lætur útbúa félagaskírteini, sem afhenda skal hverjum félagsmanni, er hann hefur greitt árgjald sitt. Þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald til Mágusar njóta fríðinda umfram aðra nemendur. Stjórn félagsins ákveður þau fríðindi hverju sinni.

 

3.gr. Félagar eru allir þeir sem innritaðir eru í háskólanám á Íslandi og greitt hafa félagsgjöld hverju sinni. Félagsgjöld og upphæð þeirra skulu ákveðin af stjórn Mágusar. Stjórn félagsins lætur útbúa félagaskírteini, sem afhenda skal hverjum félagsmanni, er hann hefur greitt árgjald sitt. Þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald til Mágusar njóta fríðinda umfram aðra nemendur. Þau fríðindi eru:

1) Aðgangur að vísindaferðum yfir skólaárið.

2) Tilboðskjör á alla viðburði Mágusar.

3) Tilboðskjör á heimabar Mágusar. Tilboð og heimabar er ákveðið af stjórn Mágusar ár hvert.

4) Eintak af Mágusartíðindum, tölublaði Mágusar.

Stjórn Mágusar er heimilt að auka við fríðindi félagsmanna hverju sinni.

—————————————–

4.gr. Í upphafi haustannar skal stjórn Mágusar kynna félagið og starfsemi þessi fyrir erlendum nemum við deildina. Allar tilkynningar í nafni Mágusar sem sendar eru í tölvupósti til nemenda skulu einnig hafa enskan úrdrátt.

 

4.gr. Í upphafi haustannar skal stjórn Mágusar kynna félagið og starfsemi þess fyrir erlendum nemum við deildina. Allar tilkynningar í nafni Mágusar sem sendar eru í tölvupósti til nemenda skulu einnig hafa enskan úrdrátt.

—————————————–

5.gr. Æðsta vald, milli aðalfunda, í málefnum félagsins og þeirra nefnda sem starfa innan þess skal vera í höndum stjórnar félagsins sem skal skipuð sjö viðskiptafræðinemum; formanni sem jafnframt á sæti á deildarfundum Viðskiptafræðideildar, ritara, gjaldkera, kynningarfulltrúa, alþjóðafulltrúa, ritstjóra Mágusartíðinda og skemmtanastjóra, sem er jafnframt formaður skemmtinefndar sbr. 1. tl. 7. gr. Ný kjörin stjórn kýs sér varaformann og íþróttafulltrúa í upphafi haustannar.

 

5.gr. Æðsta vald, milli aðalfunda, í málefnum félagsins og þeirra nefnda sem starfa innan þess skal vera í höndum stjórnar félagsins sem skal skipuð sjö viðskiptafræðinemum; formanni sem jafnframt á sæti á deildarfundum Viðskiptafræðideildar, ritara, gjaldkera, markaðsfulltrúa, alþjóðafulltrúa, ritstjóra Mágusartíðinda og skemmtanastjóra, sem er jafnframt formaður skemmtinefndar sbr. 1. tl. 7. gr. Nýkjörin stjórn kýs sér varaformann innan tveggja vikna frá aðalfundi.

—————————————–

7.gr. Í félaginu starfa fjórar nefndir:

 1. Skemmtinefnd skal skipuð skemmtanastjóra. Hlutverk nefndarinnar er að annast skemmtanahald innan félagsins og starfsemi í fjáröflunarskyni.
 2. Ritnefnd Mágusar skal skipuð fimm aðilum, ritstjóra Mágusartíðinda sem er kjörin á aðalfundi ár hvert og fjórum viðskiptafræðinemum tilnefndum af honum. Hlutverk ritnefndar er að annast útgáfu Mágusartíðinda, sem skal gefið út einu sinni á starfsári hið minnsta.
 3. Íþróttanefnd skal skipuð 3 aðilum sem valdir eru af stjórn Mágusar. Stjórnin tilskipar formann nefndarinnar áður en skólaárið hefst á haustönn. Hlutverk íþróttanefndar er að sjá um Mágus/Orator daginn, pool-mót Mágusar og annað sem fallið getur undir starfsvið hennar.
 4. Ferðanefnd skal skipuð af stjórn Mágusar í upphafi haustannar, sem kannar rækilega hvort áhugi sé fyrir útskriftarferð, og skipuleggur hana ef áhugi er fyrir hendi meðal nemenda.

 

7.gr. Í félaginu starfa fjórar nefndir:

  1. Skemmtinefnd skal skipuð sex aðilum; skemmtanastjóra Mágusar sem er kjörin á aðalfundi ár hvert og fimm félagsmönnum tilnefndum af honum. Hlutverk skemmtinefndar er að annast árshátíð og skíðaferð félagsins. Auk þessa skal nefndin vera stjórn Mágusar innan handar hvað varðar skemmtanahald innan félagsins og aðstoða ef þurfa skyldi.
  2. Ritnefnd Mágusar skal skipuð fimm aðilum; ritstjóra Mágusartíðinda sem er kjörin á aðalfundi ár hvert og fjórum félagsmönnum tilnefndum af honum. Hlutverk ritnefndar er að annast útgáfu Mágusartíðinda, sem skal gefið út einu sinni á starfsári hið minnsta.
  3. Íþróttanefnd skal skipuð þremur aðilum sem valdir eru af stjórn Mágusar. Stjórnin tilskipar formann nefndarinnar í upphafi skólaársins nýs skólaárs. Hlutverk íþróttanefndar er að sjá um Mágus – Markaðsráð daginn, Mágus – Orator daginn og annað sem fallið getur undir starfsvið hennar.
  4. Ferðanefnd skal skipuð af stjórn Mágusar í upphafi haustannar sem kannar rækilega hvort áhugi sé fyrir útskriftarferð meðal nemenda og skipuleggur hana ef svo er.

 

 

Skilyrði er að frambjóðendur í nefndir séu félagsmenn Mágusar.

—————————————–

13.gr. Vísindaleiðangrar skulu farnir 8 sinnum árlega hið minnsta innan borgar eða utan.

 

13.gr. Vísindaleiðangar skulu farnir minnst sex sinnum hvora önn, innan borgar eða utan.

—————————————–

15.gr. Mágus/Orator dagurinn skal haldinn í febrúar eða mars ár hvert. Þar takast viðskiptafræðinemar og lögfræðinemar á í ýmisskonar íþróttagreinum ásamt ræðukeppni, spurningakeppni o.fl.

 

15.gr. Mágus – Markaðsráð dagurinn og Mágus – Orator dagurinn skulu haldnir hvert skólaár. Þar etja nemendafélögin kappi í ýmiskonar íþróttagreinum og öðrum keppnum.

—————————————–

16.gr. Mágusarvefurinn er megin samskiptamiðill félagsins til félagsmanna. Honum skal haldið við og upplýsingum til félagsmanna ásamt ýmisskonar skemmtiefni skal vera uppfært reglulega.16. Megin samskiptamiðlar Mágusar eru heimasíða og Facebooksíða félagsins. Þessum miðlum skal haldið við og upplýsingar til félagsmanna skulu vera uppfærðar reglulega.

—————————————–

19.gr. Eftirfarandi félög/nefndir tengd Mágusi skulu halda reikningum sínum sérgreindum.

 1. Ritnefnd
 2. Tradition
 3. Nefnd Tradition fær 200.000 kr. til ráðstöfunar frá Mágus og skal sú upphæð duga fyrir öllum kostnaði Tradition yfir skólaárið. Allur afgangur af þeirri upphæð auk mögulegs hagnaðar af rekstri Traditionnefndar þess skólaárs mun renna til nemendafélags Mágusar.

 

19.gr. Eftirfarandi nefndir innan Mágusar skulu halda reikningum sínum sérgreindum.

 1. Ritnefnd – Allur mögulegur hagnaður Mágusartíðinda rennur til nemendafélags Mágusar.
 2. Skemmtinefnd – Skemmtinefnd fær að hámarki 300.000 kr. til ráðstöfunar frá Mágus fyrir árshátíð félagsins og skal sú upphæð duga fyrir öllum kostnaði. Allur afgangur af þeirri upphæð auk mögulegs hagnaðar árshátíðar rennur til nemendafélags Mágusar.

—————————————–

25.gr. Dagskrá aðalfundar skal vera: Skýrsla stjórnar. Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins. Umræður um skýrslur og reikninga. Lagabreytingar. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár. Kosning tveggja aðalfulltrúa og jafnmargra varafulltrúa á deildarfundi viðskiptafræðideildar. Hin nýkjörna stjórn tekur formlega við völdum og vottar Refnum virðingu sína. Önnur mál.

 

25.gr. Dagskrá aðalfundar skal vera:

 

 • Fundarmenn skulu votta refnum Mágus virðingu sína.

 

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Gjaldkeri félagsins leggur fram ársreikning félagsins.
  3. Umræður um skýrslur og ársreikning.
  4. Lagabreytingar og kosning þess efnis.
  5. Kynning frambjóðenda í stjórn Mágusar næsta skólaárs.
  6. Kosning til næstu stjórnar hefst.
  7. Önnur mál.

 

 

Niðurstöður kosninga skulu tilkynnt á Kosningavöku Mágusar eigi síðar en tveimur sólarhringum eftir að kosning hefst.

—————————————–

26.gr. Stjórn félagsins skal kosin sem hér segir:

 1. Formaður
 2. Gjaldkeri
 3. Ritari
 4. Kynningarfulltrúi
 5. Alþjóðafulltrúi
 6. Ritstjóri Mágusartíðinda
 7. Skemmtanastjóri

 

26.gr. Stjórn félagsins skal kosin sem hér segir:

  1. Formaður
  2. Gjaldkeri
  3. Ritari
  4. Markaðsfulltrúi
  5. Alþjóðafulltrúi
  6. Ritstjóri Mágusartíðinda
  7. Skemmtanastjóri

 

 

—————————————–

38.gr. Verndari og tákn félagsins er refur. Ber hann nafnið Mágus. Skal Mágus vera viðstaddur allar meiriháttar samkomur félagsins, nema ástæða þyki gefa til að hann verði skemmdur að einhverju leyti.

 

Hefur verið sameinuð við 1. grein. Allar greinar sem hér á eftir koma færast því upp um númer.

—————————————–

39.gr. Tekjuafgangi skal ráðstafað að öllu leyti til viðtakandi stjórnar. Stjórn Mágusar, ár hvert, skal kappkosta við að skila af sér að lágmarki 400.000 krónur í tekjuafgang til stjórnar næsta árs.

 

39.gr. Tekjuafgangi skal ráðstafað að öllu leyti til viðtakandi stjórnar. Stjórn Mágusar skal kappkosta við að skila af sér að lágmarki 250.000 kr. í tekjuafgang til viðtakandi stjórnar.

By | 2017-03-27T14:02:02+00:00 mars 27th, 2017|Uncategorized|0 Comments