Skíðaferð norður á Akureyri!

Mágusingar byrjuðu vorönnina heldur betur af krafti en helgina 13. – 15. janúar hélt föngulegur hópur norður á Akureyri í skíðaferð. Við vorum svo heppin að fá boð í tvær vísindaferðir, annars vegar í Kalda og hins vegar í Íslensk verðbréf. Þessir Akureyringar eru höfðingjar heim að sækja.

Á laugardagurinn skellti mannskapurinn sér í hið víðfræga Hlíðarfjall og nældi sér í nokkra marbletti á rassinn. Það sama kvöld var svo skálað í sameiginlegu partýi með Orator.

Virkilega vel heppnuð ferð og allir sáttir og sælir.

norður

Hópurinn með einn kaldan í Kalda.

By | 2017-01-22T22:29:09+00:00 janúar 22nd, 2017|Uncategorized|0 Comments