Forsíða 2019-02-04T14:46:39+00:00

Námskeið í boði NKVH!

NKVH kynnir námskeiðið "Atvinnuleit 101" sem fer fram fimmtudaginn 16. mars næstkomandi klukkan 17-19. Á þessu námskeiði verður meðal annars farið yfir hvernig skal gera ferilskrá og kynningarbréf. Athugið að námskeiðið er aðeins í boði fyrir þá sem hafa námsmannaaðild KVH. Hægt er að kynna sér aðildina og sækja um á http://www.kjarafelagvh.is/nkvh/ Hvetjum alla til þess að skrá sig í þetta frábæra námskeið enda algjör nauðsyn að kynna sér þessi grundvallaratriði áður en haldið er út á vinnumarkaðinn!

Skíðaferð norður á Akureyri!

Mágusingar byrjuðu vorönnina heldur betur af krafti en helgina 13. - 15. janúar hélt föngulegur hópur norður á Akureyri í skíðaferð. Við vorum svo heppin að fá boð í tvær vísindaferðir, annars vegar í Kalda og hins vegar í Íslensk verðbréf. Þessir Akureyringar eru höfðingjar heim að sækja. Á laugardagurinn skellti mannskapurinn sér í hið víðfræga Hlíðarfjall og nældi sér í nokkra marbletti á rassinn. Það sama kvöld var svo skálað í sameiginlegu partýi með Orator. Virkilega vel heppnuð ferð og allir sáttir og sælir. Hópurinn með einn kaldan í Kalda.

#háskólaríhættu

Þetta er ekki flókið kæru Mágusingar, skrifið undir og tryggið framtíð á Íslandi! http://haskolarnir.is  #háskólaríhættu

No Events

Topp vísindamenn

  1. RAFN KARLSSON
  2. Klara Rún Hilmarsdóttir
    Sindri Snær A van Kasteren
  3. Haukur Andri Grímsson