Forsíða 2019-02-04T14:46:39+00:00

Tillögur að lagabreytingum

Eftirfarandi tillögur að lagabreytingum hafa borist fyrir aðalfund Mágusar sem haldinn er þann 30. mars næstkomandi. Kosið verður á fundinum.   1.gr. Nafn félagsins er Mágus, félag viðskiptafræðinema. Aðsetur félagsins er í kjallara Odda við Sturlugötu. 38.gr. Verndari og tákn félagsins er refur. Ber hann nafnið Mágus. Skal Mágus vera viðstaddur allar meiriháttar samkomur félagsins, nema ástæða þyki gefa til að hann verði skemmdur að einhverju leyti.   1.gr. Nafn félagsins er Mágus, félag viðskiptafræðinema og er aðsetur félagsins er í kjallara Odda við Sturlugötu. Verndari og tákn félagsins er refur og ber hann nafnið félagsins. Refurinn Mágus skal vera viðstaddur allar meiriháttar samkomur félagsins, nema ástæða þyki gefa til að hann verði [...]

Aðalfundur Mágusar

Kæru refir og tófur, Aðalfundur Mágusar verður haldinn fimmtudaginn 30. mars næstkomandi klukkan 17:00 í stofu HT-102. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1) Skýrsla stjórnar 2) Ársreikningur 3) Umræða um skýrslu stjórnar og ársreikning 4) Lagabreytingar 5) Framboðsræður 6) Önnur mál Að loknum aðalfundi opnar fyrir kosningu til nýrrar stjórnar en í ár verður kosið rafrænt inn á www.magus.is. Kosningu lýkur föstudaginn 31. mars klukkan 21:00. Að gefnu tilefni óskar Rebbi eftir lagabreytingartillögum og framboðum til stjórnar fyrir skólaárið 2017-2018. Þau embætti sem hægt er að bjóða sig fram í eru formaður, gjaldkeri, ritari, kynningarfulltrúi, alþjóðafulltrúi, ritstjóri Mágusartíðinda og skemmtanastjóri. Með framboði skal fylgja MYND ásamt upplýsingum um fullt NAFN, ALDUR, EMBÆTTI sem sóst er eftir [...]

Námskeið í boði NKVH!

NKVH kynnir námskeiðið "Atvinnuleit 101" sem fer fram fimmtudaginn 16. mars næstkomandi klukkan 17-19. Á þessu námskeiði verður meðal annars farið yfir hvernig skal gera ferilskrá og kynningarbréf. Athugið að námskeiðið er aðeins í boði fyrir þá sem hafa námsmannaaðild KVH. Hægt er að kynna sér aðildina og sækja um á http://www.kjarafelagvh.is/nkvh/ Hvetjum alla til þess að skrá sig í þetta frábæra námskeið enda algjör nauðsyn að kynna sér þessi grundvallaratriði áður en haldið er út á vinnumarkaðinn!

Dagsetning Atburður

28/03/2019

Aðalfundur Mágusar

29/03/2019

Viðskiptaferð í Júpíter og Kviku

29/03/2019

Lokahóf Mágusar 2019

Topp vísindamenn

  1. RAFN KARLSSON
  2. Klara Rún Hilmarsdóttir
    Sindri Snær A van Kasteren
  3. Haukur Andri Grímsson