Forsíða 2020-12-07T21:32:03+00:00

Ný stjórn Mágusar 2019-2020

Við kynnum með stolti stjórn Mágusar fyrir skólaárið 2019-2020! Fráfarandi stjórn óskar þeim innilega til hamingju og sömuleiðis góðs gengis á næsta skólaári! Stjórn Mágusar 2019-2020 Formaður:  Rafn Karlsson Gjaldkeri: Sindri Snær A van Kasteren Markaðsfulltrúi: Egill Þór Eyþórsson Alþjóðafulltrúi: Unnar Magnússon Skemmtanastjóri: Haukur Andri Grímsson Ritari: Jón Lárus Stefánsson Ritstjóri Mágusartíðinda: Hildur María Marteinsdóttir  

Nefndir og Nýnemafulltrúi!

Í byrjun september óskaði stjórn Mágusar eftir umsóknum í nefndir innan félagsins. Þær nefndir eru skemmtinefnd, ritnefnd, íþróttanefnd  og einnig í stöðu nýnemafulltrúa. Umsóknirnar byrjuðu fljótt að rúlla inn, enda frábært og virkt fólk skráð í félagið í ár, og við boðuðum þar af leiðandi umsækjendur í viðtöl. Nú er búið að velja þá meistara sem fá þann heiður að sitja í nefndum Mágusar þetta skólaárið. Starf þeirra er farið á fullt og óskar stjórn Mágusar þeim góðs gengis í vetur. Hér kynnum við nýnemafulltrúa og fullskipaðar nefndir:   Nýnemafulltrúi Berglind María Sigurbjörnsdóttir Nýnemafulltrúi er tengiliður nýnema við stjórn Mágusar. Hann situr á fundum, hjálpar til við skipulagningu og upplýsir nýnema um viðburði [...]

Fótboltamót SHÍ

  Á föstudaginn síðastliðinn kepptu tvö lið fyrir hönd Mágusar í Nýnemafótboltamóti SHÍ. Það voru snillingarnir í liðinu Græða á daginn, grilla á kvöldin og Cringe FC.   Bæði liðinn spiluðu af hörku og voru samnemum sínum, Mágusi og sjálfum sér til sóma. Það fór ekki betur en svo að eftir að hvort lið um sig hafði unnið tvo leiki enduðu lið Mágusar á móti hvort öðru í undanúrslitum, Mágus vs. Mágus. Hvorugt liðið gaf eftir og leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni. Undir lok var það Cringe FC sem fór upp í úrslit, en Græða á daginn, grilla á kvöldin keppti um 3.sætið á vellinum við hliðina. Mótið endaði með því að bæði liðin [...]

No Events

Topp vísindamenn

1. Guðrún Halla Friðjónsdóttir
2. Kristín Rós Björnsdóttir
3. Lovísa Björk Sigmarsdóttir