Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nefndir og stöðu nýnemafulltrúa. ?
- Nýnemafulltrúinn er tengiliður á milli okkar í stjórninni og nýnemanna.
- Ritnefnd er undir leiðsögn ritstjórans (Rúna) og sér um útgáfu Mágusartíðinda.
- Skemmtinefnd er undir leiðsögn skemmtanastjórans (Bjarki) og sér um árshátíðina, skíðaferðina ásamt hinum ýmsu skemmtunum.
- Ferðanefnd sér um að athuga hvort áhugi sé fyrir útskriftarferð og skipuleggur hana.
Áhugasamir mega endilega senda póst á magus@hi.is með svörum við þessum laufléttu spurningum:
- Nafn:
- HÍ netfang:
- Aldur:
- Hvaða ár:
- Reynsla af nefndarstörfum:
- Hvað viltu gera til að bæta félagið:
- Ein skemmtileg staðreynd um þig:
Frestur til að sækja um er til klukkan 23:00 föstudaginn 8. september.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi nefndarstörfin ekki hika við að hafa samband á fyrrnefnt netfang.
Hlökkum til að heyra frá ykkur!