Nýkjörin stjórn Mágusar 2021-2022

Aðalfundur Mágusar fór fram síðastliðinn fimmtudag, 1. apríl, og var hann haldinn á Zoom sökum ástandsins í samfélaginu. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikning, lagabreytingatillögur og framboðsræður. Að þessu sinni var engin lagabreytingatillaga samþykkt. Eftir skemmtilegan fund og rafrænar kosningar liggja niðurstöður fyrir.

Við kynnum með stolti nýkjörna stjórn Mágusar í þeirri röð sem hún birtist:

Formaður: Magnús Daði Eyjólfsson
Markaðsstjóri: Stefán Kári Ottósson
Formaður íþróttanefndar: Hlynur Einarsson
Skemmtanastjóri: Birgitta Guðmundsdóttir
Ritstjóri Mágusartíðinda: Jeremi Zyrek
Gjaldkeri: Díana Helgadóttir

Þrátt fyrir skrýtið og óhefðbundið ár skemmtum við okkur vel og áttum margar góðar stundir saman, hvort sem það var á skjánum eða í persónu. Fráfarandi stjórn þakkar ykkur kærlega fyrir árið sem er að líða og við hlökkum til að hitta ykkur á komandi viðburðum Mágusar. Við óskum nýkjörinni stjórn til hamingju og góðs gengis á komandi skólaári.

By | 2021-04-08T14:15:36+00:00 apríl 8th, 2021|Uncategorized|0 Comments