Við kynnum með stolti nýkjörna stjórn Mágusar fyrir skólaárið 2020-2021!!
Eftir viðburðarríkan Zoom-aðalfund þetta skólaárið og rafrænar kosningar þá liggja niðurstöðurnar nú fyrir!
Nýkjörin stjórn í þeirri röð sem hún birtist:
Formaður: Guðjón Gunnar Valtýsson Thors
Markaðsstjóri: Sindri Sigþórsson
Formaður íþróttanefndar: Eyvör Halla Jónsdóttir
Skemmtanastjóri: Júlía Kristjánsdóttir
Ritstjóri Mágusartíðinda: Kristín Rós Björnsdóttir
Gjaldkeri: Emilía Sæberg

Fráfarandi stjórn óskar þeim góðs gengis og þakkar kærlega fyrir skólaárið sem er að líða🤝 Við getum ekki beðið eftir partý(-íum) og viðburðum þegar það má, til að vinna upp allt tapaða skemmtanalífið og hafa gaman saman aftur!
Á aðalfundi voru einnig ræddar lagabreytingar og var samþykkt á fundi að ný nefnd innan Mágusar tæki til starfa á næsta skólaaári, markaðsnefnd. Markaðsnefnd skal skipuð þrem aðilum; markaðsstjóra Mágusar sem er kjörin á aðalfundi ár hvert og tveimur félagsmönnum tilnefndum af honum. Hlutverk markaðsnefndar er að sjá um allt kynningarstarf fyrir Mágus, myndbandagerð og annað til að auglýsa viðburði Mágusar.