Nefndir og Nýnemafulltrúi!

Í byrjun september óskaði stjórn Mágusar eftir umsóknum í nefndir innan félagsins. Þær nefndir eru skemmtinefnd, ritnefnd, íþróttanefnd  og einnig í stöðu nýnemafulltrúa.
Umsóknirnar byrjuðu fljótt að rúlla inn, enda frábært og virkt fólk skráð í félagið í ár, og við boðuðum þar af leiðandi umsækjendur í viðtöl. Nú er búið að velja þá meistara sem fá þann heiður að sitja í nefndum Mágusar þetta skólaárið. Starf þeirra er farið á fullt og óskar stjórn Mágusar þeim góðs gengis í vetur.
Hér kynnum við nýnemafulltrúa og fullskipaðar nefndir:

 

Nýnemafulltrúi

Berglind María Sigurbjörnsdóttir

Nýnemafulltrúi er tengiliður nýnema við stjórn Mágusar. Hann situr á fundum, hjálpar til við skipulagningu og upplýsir nýnema um viðburði félagsins.

 

Skemmtinefnd

Eygló Snæland Jónsdóttir, Sindri Snær a Van Kasteren,
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir, Hafþór Karlsson (formaður), Kolbrún Arna Garðarsdóttir,
Hrafnhildur Ingadóttir og Haukur Andri Grímsson.

Skemmtinefndin sér um að skipuleggja og ber ábyrgð á stærstu viðburðum Mágusar, eins og árshátíðinni og skíðaferðinni á Akureyri.

 

Ritnefnd

Elís Rúnar Elísson, Rafn Karlsson,
Lovísa Björk Sigmarsdóttir, Alexandra Björg Ægisdóttir (formaður) og Hugrún Pálsdóttir

Ritnefndin sér um að gefa út tímaritið Mágusartíðindi sem er væntanlegt á vorönn.

 

Íþróttanefnd

Garðar Ingi Gunnarsson, Elías Ýmir Larsen og Unnar Magnússon. (Hafþór Karlsson er tengiliður í stjórn)

Íþróttanefndin stendur fyrir öllum íþróttamótum sem Mágus heldur. Þar má nefna badmintonmótið, fótboltamót, bekkpressukeppni ofl.

By | 2018-10-18T14:49:23+00:00 október 17th, 2018|Uncategorized|0 Comments