N Ý N E M A F U L L T R Ú I

Nýnemafulltrúi Mágusar fyrir skólaárið 2016-2017 hefur verið valinn!

ALEXANDRA BJÖRG ÆGISDÓTTIR

14466209_10209014754864083_154888282_o

Alexandra er oftast bara kölluð Lexa, er 19 ára gömul og kemur frá Selfossi. Hún elskar Nóa Kropp, fýlar alla tónlist og finnst sjúklega gaman að djamma – enda alvöru Mágusingur.

Lexa kemst í gegnum daginn með kaffi, eiginlega of miklu kaffi. Ef hún er ekki í HÍ eða á djamminu er ekki ólíklegt að þú finnir hana með bolla í hendi á Kaffitár, Bankastræti. Lexu finnst líka rosa gaman að borða og ef þú gefur henni mat mun hún elska þig always and forever <3

—-

Lexa verður tengiliður stjórnar Mágusar við nýnema. Þið munuð koma til með að sjá hana mikið í vetur þar sem hún minnir á vísindaferðir, viðburði og alls konar skemmtilegt. Ef nýnemar vilja koma einhverju áleiðis til stjórnar má leita til Lexu, sem og ef einhverjar spurningar vakna.

By | 2016-09-29T20:49:22+00:00 september 29th, 2016|Uncategorized|0 Comments