Nýnemafulltrúi Mágusar fyrir skólaárið 2016-2017 hefur verið valinn!
ALEXANDRA BJÖRG ÆGISDÓTTIR
Alexandra er oftast bara kölluð Lexa, er 19 ára gömul og kemur frá Selfossi. Hún elskar Nóa Kropp, fýlar alla tónlist og finnst sjúklega gaman að djamma – enda alvöru Mágusingur.
Lexa kemst í gegnum daginn með kaffi, eiginlega of miklu kaffi. Ef hún er ekki í HÍ eða á djamminu er ekki ólíklegt að þú finnir hana með bolla í hendi á Kaffitár, Bankastræti. Lexu finnst líka rosa gaman að borða og ef þú gefur henni mat mun hún elska þig always and forever <3
—-
Lexa verður tengiliður stjórnar Mágusar við nýnema. Þið munuð koma til með að sjá hana mikið í vetur þar sem hún minnir á vísindaferðir, viðburði og alls konar skemmtilegt. Ef nýnemar vilja koma einhverju áleiðis til stjórnar má leita til Lexu, sem og ef einhverjar spurningar vakna.