N E F N D I R

Við minnum fólk á að enn er hægt að sækja um stöðu í ritnefnd og skemmtinefnd, ásamt stöðu nýnemafulltrúa. Eeeeeeeendalaus gleði og hamingja! ?

  • Nýnemafulltrúinn er tengiliður á milli okkar í stjórninni og nýnemanna.
  • Ritnefnd er undir leiðsögn ritstjórans (Margrét) og sér um útgáfu Mágusartíðinda.
  • Skemmtinefnd er undir leiðsögn skemmtanastjórans (Hera) og sér um árshátíðina ásamt hinum ýmsu skemmtunum.

 

Áhugasamir mega endilega senda póst á magus@hi.is með svörum við þessum laufléttu spurningum:

  1. Nafn:
  2. HÍ netfang:
  3. Aldur:
  4. Hvaða ár:
  5. Reynsla af nefndarstörfum:
  6. Hvað viltu gera til að bæta félagið:

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi nefndarstörfin ekki hika við að hafa samband á fyrrnefnt netfang.

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

By | 2016-09-12T14:25:25+00:00 september 12th, 2016|Uncategorized|0 Comments