Viðskiptafræði 2016-09-12T15:13:19+00:00

BS nám í viðskiptafræði
BS námið í viðskiptafræði er byggt þannig upp að á fyrstu fjórum misserum námsins eru kenndar helstu undirstöðugreinar í viðskiptafræði sem gefa nemendum traustan grunn í lykilþáttum viðskipta. Má þar nefna námskeið í rekstrarhagfræði, stjórnun, reikningshaldi, markaðsfræði og fjármálum. Á þriðja ári hefst eiginleg sérhæfing námsins. Náminu lýkur með lokaritgerð þar sem lögð er áhersla á að prófa og þjálfa faglega hæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

Einingakerfi
Allt nám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er metið í alþjóðlega viðurkenndum einingum (ECTS). Nemendur í fullu námi ljúka 60 einingum á námsári eða 30 einingum á misseri að jafnaði. Nemendur í fullu námi geta lokið grunnnámi við deildina á þremur árum.

Frábær aðstaða fyrir nemendur
Háskólatorg og Gimli hafa gerbreytt starfsaðstöðu Viðskiptafræðideildar og aðbúnaði nemenda deildarinnar.Á Háskólatorgi og í Gimli er frábær vinnuaðstaða fyrir nemendur í nánu samneyti við kennara. Í byggingunni eru meðal annars fyrirlestrarsalir, kennslu­stofur, tölvuver með yfir 70 tölvur og lesrými fyrir grunnnema. Á Háskólatorgi er einnig þjónusta við nemendur svo sem Bóksala stúdenta, Námsráðgjöf, Nemendaskrá og Alþjóðaskrifstofa. Á Háskólatorgi er sömuleiðis Háma, veitingasala fyrir nemendu, jafnt sem starfsfólk Háskóla Íslands.