NESU 2013-09-02T21:28:46+00:00
NESU (Nordiska Ekonomie Studerandes Union) er félag viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndunum. NESU er ópólitískt hagsmunafélag sem hefur það að markmiði að koma viðskiptafræðinemum á Norðurlöndum saman svo þeir geti kynnst, fræðst og skemmt sér á vikulangri raáðstefnu. Uppruna félagsins má rekja til sjötta áratugs  síðustu aldar og síðar þá hefur NESU starfað til að styrkja tengsl og samskipti milli viðskipafræðinema á Norðurlöndunum. Norðurlandasamstarfið byggist aðallega á á ráðstefnum sem haldanar eru tvisvar á ári. Ráðstefnurnar eru byggðar á ákveðnu þema. Reynt er að viðhalda hefðum og venjum um hvernig vikan er skipulögð svo NESU-andinn haldist lifandi. Fróðlegir fyrirlestrar, heimsóknir í fyrirtæki og skipulögð skemmtidagskrá á kvöldin ásamt ólýsanlegum „Sitsfestum“ er NESU í hnotskurn. Stemningin sem myndast á þessum ráðstefnum er engu lík og allir kynnast vel og mynda tengslanet sem nýst getur í framtíðinni. Hver dagur er engum öðrum líkur.
Vefur NESU: http://www.nesu.net
Formaður NESU á Íslandi er Trausti Einarson
Tölvupóstfang: www.nesu@hi.is, tre5@hi.is