Keilumót Mágusar 2016 var haldið síðastliðið laugardagskvöld. Um 45 manns tóku þátt í gleðinni og eftir æsispennandi keppni var það Margrét Gísladóttir sem kom, sá og sigraði! Það var svo Gísli Freyr Ólafsson, markaðsfulltrúi Mágusari, sem hafnaði í öðru sæti.
Margrét var titluð Keilumeistari Mágusar og fékk veglegan bikar að gjöf. Modus Hár- og Snyrtistofa gaf sömuleiðis fyrsta og öðru sætinu frábæra vinninga.
Rebbi og stjórnin þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir frábært kvöld <3