Frestanir vegna COVID-19 veirunnar

Vegna COVID-19 veirunnar sem herjar á heiminn þá verða fyrirtækin Ölgerðin og Marel, sem til stóð að fara í vísindaferðir til, því miður að fresta þeim heimsóknum þangað til annað kemur í ljós!

Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt þar sem margir hafa beðið spenntir eftir þessum vísindaferðum. Fyrirtækin voru mjög spennt að fá okkur til sín og kynna sína starfsemi svo Mágus á inni flottar vísindaferðir hjá þeim þegar aðstæður eru betri!

By | 2020-03-11T16:05:31+00:00 mars 11th, 2020|Uncategorized|0 Comments