Fótboltamót SHÍ

 

Á föstudaginn síðastliðinn kepptu tvö lið fyrir hönd Mágusar í Nýnemafótboltamóti SHÍ.
Það voru snillingarnir í liðinu Græða á daginn, grilla á kvöldin og Cringe FC.

 

Bæði liðinn spiluðu af hörku og voru samnemum sínum, Mágusi og sjálfum sér til sóma.
Það fór ekki betur en svo að eftir að hvort lið um sig hafði unnið tvo leiki enduðu lið Mágusar á móti hvort öðru í undanúrslitum,
Mágus vs. Mágus.
Hvorugt liðið gaf eftir og leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni. Undir lok var það Cringe FC sem fór upp í úrslit, en Græða á daginn, grilla á kvöldin keppti um 3.sætið á vellinum við hliðina.

Mótið endaði með því að bæði liðin enduðu í vítaspyrnukeppni, Græða á daginn, grilla á kvöldin um 3.sætið og Cringe FC um sigur.
Græða á daginn, grilla á kvöldin náði að hreppa þriðja sætið en Cringe FC varð undir tölvunarfræðinemum í úrslitum og enduðu því í öðru sæti. Mágus átti því annað OG þriðja sætið á nýnemaleikunum í ár.

Við getum verið ekkert smá stolt af þessum flottu Mágusingum og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Græða á daginn, grilla á kvöldin

Efri röð frá vinsti: Óðinn Svavarsson, Unnar Magnússon, Haukur Andri Grímsson, Sanjin Horoz og Daníel Sæberg Hrólfsson
Neðri röð frá vinsti: Elvar Guðberg Eiríksson og Sindri Snær A Van Kasteren

Cringe FC

Efri röð frá vinsti: Elís Rúnar Elísson, Andi Andri Morina, Garðar Ingi Gunnarsson, Guðjón Viðarsson, Elías Ýmir Larsen og Kári Kristinsson.
Neðri röð frá vinstri: Bjarki Freyr Magnússon, Ísak Örn Jafetsson, Kristján Ingi Svanbergsson og Kristófer Orri Þórðarson.

By | 2018-09-09T20:58:59+00:00 september 9th, 2018|Uncategorized|0 Comments