16/03/2018
17:30 - 20:00
Íslandsbanki er leiðandi alhliða fjármálafyrirtæki á Íslandi með 1.036 milljarða kr. í eignir og 25%-50% markaðshlutdeild á hinum ýmsu mörkuðum.
Saga bankans spannar yfir 140 ár af þjónustu við lykilatvinnuvegi þjóðarinnar, á þessum tíma hefur bankinn byggt upp sérþekkingu á sviði ferðaþjónustu, sjávarútvegs, og orku. Hjá bankanum starfa um 900 manns sem í sameiningu hafa mótað framtíðarsýn bankans um að vera #1 í þjónustu.
Bankinn var valinn efstur banka á Íslandi í Íslensku Ánægjuvoginni (2010, 2011, 2013, 2014, 2015,2016 og 2017), besti bankinn á Íslandi af tímaritunum Banker (2014, 2016 og 2017) og Euromoney (2013, 2014, 2015 og 2016) og besti fjárfestingarbankinn af Euromoney (2014).
Eftir vísindaferðina tekur rúta okkur beint í AniMágus partýið!
Skráning hefst miðvikudaginn 14.mars klukkan 14:00 og komast 55 mágusingar að!
Ef þið sjáið ykkur ekki fært um að mæta vinsamlegast afskráið ykkur fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn 22.mars til að forðast að þið lendið á bannlista