Dagsetning
02/09/2016
17:00 - 19:00
02/09/2016
17:00 - 19:00
Staða skráningar
Sætafjöldi: 45
Nú er komið að fyrstu vísindaferð skólaársins og ætlum við að heimsækja Marel.
Marel er þekkt fyrir veglegar og flottar vísindaferðir. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa yfir 4.600 manns um allan heim.
Skráning hefst kl. 14:00 á fimmtudaginn 1. september og munu 45 Mágusingar komast.
Ef þú sérð þér ekki fært um að mæta skaltu afskrá þig fyrir kl. 12:00 á föstudaginn svo aðrir geta fengið plássið þitt!