19/01/2018 - 21/01/2018
00:00 - 00:00
Skíðaferð Mágusar 2018
Kæru Mágusingar nú styttist í Skíðaferð Mágusar 2018!
Skíðaferð Mágusar verður haldin helgina 19.-21. jan
Við leggjum af stað frá HÍ kl 12:00 á föstudeginum 19., fyrsti viðkomustaður er í vísindaferð hjá bjórverksmiðju Kalda!
Rebbi sér til þess að það verði enginn þyrstur á leiðinni
Eftir vísindaferðina förum við á Akureyri Backpackers og komum okkur fyrir. Á föstudagskvöldinu förum við síðan saman út að borða áður en haldið verður á djammið
Á laugardeginum fara skíðagarparnir í fjallið (ef einhver verður á lífi eftir djammið). Seinni partinn verður svo vísindaferð sem endar með sameiginlegu party með öðrum nemendafélögum!
Á sunnudeginum verður síðan haldið heim í afeitrun
Það eru 29 sæti laus og skráningu lýkur 5. des
Verð fyrir Mágusinga er 15.500 kr
Fyrir þá sem eru utan Mágusar er verðið 17.000 kr
Staðfestingargjald: 5.000 kr
Forsöluverð (greitt að fullu fyrir 3.des) er: 13.950*
*gildir bara fyrir Mágusinga
ATH. Skráning telst eingöngu gild með því að greiða staðfestingargjald inn á reikning Mágusar
Bankareikningur: 0311-26-006170
Kennitala: 630173-0199
Við tökum við skráningum og svörum fyrirspurnum í skilaboðum á síðu Mágusar