Skíðaferð Mágusar 2017

Dagsetning
13/01/2017 - 15/01/2017
00:00 - 00:00
Staða skráningar Sætafjöldi: 58

Kæru Mágusingar það er komið að SKÍÐAFERÐ MÁGUSAR TIL AKUREYRAR helgina 13-15. janúar 2017!!

Þetta verður sturluð helgi, stútfull af eintómri gleði og skemmtunum 😀
Lagt verður af stað föstudaginn 13. janúar og leiðinni haldið til Akureyrar. Séð verður til þess að enginn verði þyrstur á leiðinni 😉 Farið verður í vísó í Kalda og síðan á Akureyri Backpackers þar sem verður gist og höldum skemmtilegheitunum áfram.
Á laugardeginum fer rúta í fjallið með skíðagarpana, um kvöldið verður farið í vísindaferð í Íslensk verðbréf. Eftir það verður skellt í eitt glæsilegt sameiginlegt partý með Lögfræðinni í HÍ ♥
Á sunnudeginum verður svo haldið heim eftir fráááábæra helgi 😀

Það eru 58 sæti laus og skráning verður á fimmtudaginn kl 14:00 á magus.is ♥
Heildarverð er einungis 15.500kr!! (innifalið rúta, gisting, vísindaferðir og nóg af flæðandi veitingum)
Bankareikningur: 0311-26-006170
Kennitala: 630173-0199

Ef þú ert ekki skráður í Mágus en vilt samt koma með í þessa snilld sendu þá okkur línu í facebook message eða í pósti á magus@hi.is

Skráðir vísindamenn


By | 2016-12-05T13:48:03+00:00 janúar 13th, 2017|0 Comments