Aðalfundur Mágusar

Kæru Mágusingar,
 
Aðalfundur Mágusar verður haldinn mánudaginn 26. mars kl 17:00 í fundarsal Arion banka í Kringlunni. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
 
1) Skýrsla stjórnar
2) Ársreikningur
3) Umræða um skýrslu stjórnar og ársreikning
4) Lagabreytingar
5) FRAMBOÐSRÆÐUR
6) Önnur mál
 
Að loknum aðalfundi opnar fyrir kosningu til nýrrar stjórnar inn á www.magus.is og lýkur kosningu þriðjudaginn 27. mars kl 20:00. Einungis skráðir félagsmenn á félagatali Mágusar hafa atkvæðisrétt.
 
Að gefnu tilefni óskar Rebbi eftir lagabreytingartillögum og framboðum til stjórnar fyrir skólaárið 2018-2019!
 
Þau embætti sem hægt er að bjóða sig fram í eru eftirfarandi:
Formaður, gjaldkeri, ritari, markaðsfulltrúi, ritstjóri Mágusartíðinda, alþjóðafulltrúi og skemmtanastjóri.
 
Með framboði skal fylgja MYND, ásamt upplýsingum um fullt NAFN, ALDUR, EMBÆTTI sem sótt er um og nokkrar FUN FACTS.
 
Lagabreytingartillögur og framboð skulu berast á rebbimagus1@gmail.com fyrir kl 16:00 19. MARS næstkomandi!
 
——-
 
Fráfarandi stjórn hefur ákveðið að halda KOSNINGA-KVEÐJU-PARTY þriðjudaginn 28. mars, þar sem útslit kosninga verða tilkynnt! Nánari upplýsingar um það koma inn síðar.
By | 2018-03-10T14:34:30+00:00 mars 10th, 2018|Uncategorized|0 Comments