Forsíða 2020-12-07T21:32:03+00:00

Nýkjörin stjórn Mágusar 2020-2021

Við kynnum með stolti nýkjörna stjórn Mágusar fyrir skólaárið 2020-2021!!Eftir viðburðarríkan Zoom-aðalfund þetta skólaárið og rafrænar kosningar þá liggja niðurstöðurnar nú fyrir! Nýkjörin stjórn í þeirri röð sem hún birtist:Formaður: Guðjón Gunnar Valtýsson ThorsMarkaðsstjóri: Sindri SigþórssonFormaður íþróttanefndar: Eyvör Halla JónsdóttirSkemmtanastjóri: Júlía KristjánsdóttirRitstjóri Mágusartíðinda: Kristín Rós BjörnsdóttirGjaldkeri: Emilía Sæberg Fráfarandi stjórn óskar þeim góðs gengis og þakkar kærlega fyrir skólaárið sem er að líða🤝 Við getum ekki beðið eftir partý(-íum) og viðburðum þegar það má, til að vinna upp allt tapaða skemmtanalífið og hafa gaman saman aftur! Á aðalfundi voru einnig ræddar lagabreytingar og var samþykkt á fundi að ný nefnd innan Mágusar tæki til starfa á næsta skólaaári, markaðsnefnd. Markaðsnefnd skal skipuð þrem [...]

Frestanir vegna COVID-19 veirunnar

Vegna COVID-19 veirunnar sem herjar á heiminn þá verða fyrirtækin Ölgerðin og Marel, sem til stóð að fara í vísindaferðir til, því miður að fresta þeim heimsóknum þangað til annað kemur í ljós! Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt þar sem margir hafa beðið spenntir eftir þessum vísindaferðum. Fyrirtækin voru mjög spennt að fá okkur til sín og kynna sína starfsemi svo Mágus á inni flottar vísindaferðir hjá þeim þegar aðstæður eru betri!

Nefndir og nýnemafulltrúi

Í byrjun september þá óskuðum við eftir aðilum í skemmtinefnd, ritnefnd og íþróttanefnd auk nýnemafulltrúa. Okkur bárust mikið af umsóknum frá flottum aðilum og var því erfitt val framundan!Stjórninni tókst að lokum að leysa þetta mikla verkefni og eru hér nefndirnar fullskipaðar ásamt nýnemafulltrúa! NýnemafulltrúiÁróra Líf Kjerúlf Áróra er tengiliður nýnema við stjórn Mágusar. Hún situr á fundum, hjálpar til við skipulagningu og upplýsir nýnema um viðburði félagsins. SkemmtinefndDaniel Tryggvi R Guðrúnarson, Guðjón Gunnar Valtýsson Thors, Júlía Björk Gunnarsdóttir, Júlía Rut Kristjánsdóttir, Anna Arnarsdóttir, Haukur Andri Grímsson (formaður), Júlía Hrönn Petersen. Skemmtinefnd sér um að skipuleggja og ber ábyrgð á stærstu viðburðum Mágusar, árshátíðinni og skíðaferðinni á Akureyri. RitnefndBirta Eik F. Óskarsdóttir, Hilmar [...]

No Events

Topp vísindamenn

1. Guðrún Halla Friðjónsdóttir
2. Kristín Rós Björnsdóttir
3. Lovísa Björk Sigmarsdóttir