Forsíða 2021-10-17T20:02:48+00:00

Nýkjörin stjórn Mágusar 2021-2022

Aðalfundur Mágusar fór fram síðastliðinn fimmtudag, 1. apríl, og var hann haldinn á Zoom sökum ástandsins í samfélaginu. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikning, lagabreytingatillögur og framboðsræður. Að þessu sinni var engin lagabreytingatillaga samþykkt. Eftir skemmtilegan fund og rafrænar kosningar liggja niðurstöður fyrir. Við kynnum með stolti nýkjörna stjórn Mágusar í þeirri röð sem hún birtist: Formaður: Magnús Daði EyjólfssonMarkaðsstjóri: Stefán Kári OttóssonFormaður íþróttanefndar: Hlynur EinarssonSkemmtanastjóri: Birgitta GuðmundsdóttirRitstjóri Mágusartíðinda: Jeremi ZyrekGjaldkeri: Díana Helgadóttir Þrátt fyrir skrýtið og óhefðbundið ár skemmtum við okkur vel og áttum margar góðar stundir saman, hvort sem það var á skjánum eða í persónu. Fráfarandi stjórn þakkar ykkur kærlega fyrir árið sem er að líða og [...]

Nýkjörin stjórn Mágusar 2020-2021

Við kynnum með stolti nýkjörna stjórn Mágusar fyrir skólaárið 2020-2021!!Eftir viðburðarríkan Zoom-aðalfund þetta skólaárið og rafrænar kosningar þá liggja niðurstöðurnar nú fyrir! Nýkjörin stjórn í þeirri röð sem hún birtist:Formaður: Guðjón Gunnar Valtýsson ThorsMarkaðsstjóri: Sindri SigþórssonFormaður íþróttanefndar: Eyvör Halla JónsdóttirSkemmtanastjóri: Júlía KristjánsdóttirRitstjóri Mágusartíðinda: Kristín Rós BjörnsdóttirGjaldkeri: Emilía Sæberg Fráfarandi stjórn óskar þeim góðs gengis og þakkar kærlega fyrir skólaárið sem er að líða🤝 Við getum ekki beðið eftir partý(-íum) og viðburðum þegar það má, til að vinna upp allt tapaða skemmtanalífið og hafa gaman saman aftur! Á aðalfundi voru einnig ræddar lagabreytingar og var samþykkt á fundi að ný nefnd innan Mágusar tæki til starfa á næsta skólaaári, markaðsnefnd. Markaðsnefnd skal skipuð þrem [...]

Frestanir vegna COVID-19 veirunnar

Vegna COVID-19 veirunnar sem herjar á heiminn þá verða fyrirtækin Ölgerðin og Marel, sem til stóð að fara í vísindaferðir til, því miður að fresta þeim heimsóknum þangað til annað kemur í ljós! Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt þar sem margir hafa beðið spenntir eftir þessum vísindaferðum. Fyrirtækin voru mjög spennt að fá okkur til sín og kynna sína starfsemi svo Mágus á inni flottar vísindaferðir hjá þeim þegar aðstæður eru betri!

No Events

Topp vísindamenn

1. Lars Davíð Gunnarsson og Rakel Rebekka Sigurðardóttir
2. Harpa Sigríður Óskarsdóttir
3. Halldór Smári Gunnarsson